banner image
Press Release

Regla um leigusamninga

Ný regla reikningsskilaráðs nr. 6 um leigusamninga

Þann 23. desember 2020 var ný regla reikningsskilaráðs vegna reikninghaldslegrar meðferðar leigusamninga í reikningsskilum leigutaka loksins sett og tók hún gildi strax við setningu.

 

Samkvæmt reglunni er öllum félögum sem ekki gera reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningskilastaðla (IFRS) heimilt að velja milli þess að beita alþjóðlegum reikningsskilaðli um leigusamninga, IFRS 16, eða flokka leigusamninga áfram í rekstrarleigu eða fjármögnuleigusamninga.

 

Eldri drög reglunnar sem voru í samráðsferli í haust og birtar voru á samráðsgátt stjórnvalda höfðu gert ráð fyrir að stórum félögum og móðurfélögum stórra samstæða yrði skylt að beita IFRS 16 en í endanlegri reglugerð hefur verið horfið frá því og beiting staðalsins því gerð valkvæð fyrir öll félög sem gera upp í samræmi við íslensk ársreikningalög.

 

Reglugerðina má nálgast hér:

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=c09121c6-67c6-4d61-8d70-69989eddd6fe

Copy text of article