article banner

Persónuverndarstefna

Vefkökur

J. Vefkökur (e. Cookies) og heimasíða Grant Thornton

1. Vefkökur; Tenglar og notkun snjalltækja til að tengjast Grant Thornton

Vefkökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á tölvunni þinni. Slíkar skrár gefa kost á að fylgjast með hvernig þú notar Internetið. Við notum ekki Vefkökur í kerfinu okkar og söfnum því engum upplýsingum um heimsóknir inn á vefsvæðið okkar.

2. Tenglar á aðrar vefsíður

Á heimasíðu okkar kunna að vera tenglar á heimasíður þriðja aðila sem við höfum heimilað í því skyni að veita upplýsingar, til að kynna þjónustu. Ef tengillinn sjálfur gefur ekki skýrt til kynna að þú sért að fara inn á heimasíðu þriðja aðila munum við kappkosta að upplýsa þig um slíkt og að viðkomandi kunni að hafa aðra stefnu en Grant Thornton varðandi meðferð persónuupplýsinga. Almennt má ætla að unnið sé með allar persónuupplýsingar sem þú veitir á tengdum heimasíðum af þeim þriðja aðila og að sú vinnsla fari eftir þeirri stefnu sem viðkomandi aðili hefur sett um meðferð persónuupplýsinga. Grant Thornton ber þannig ekki ábyrgð á neinu því efni, öryggisráðstöfunum og persónuverndarstefnu sem finna má á heimasíðum þriðja aðila sem þú tengist í gegnum heimasíðu Grant Thornton . Við ráðleggjum þér að kynna þér þá stefnu sem þessir aðilar hafa sett sér um öryggi og meðferð persónuupplýsinga áður en þú veitir þeim persónuupplýsingar.

3. Notkun snjalltækja til að tengjast Grant Thornton

Við óskum ávallt eftir samþykki þínu áður en upplýsingum um staðsetningu snjalltækja er aflað eða miðlað. Almennt samþykki gagnvart farsímaþjónustu um að heimila eða heimila ekki notkun staðsetningarupplýsinga gildir ekki sjálfkrafa gagnvart Grant Thornton .

Persónuverndarstefna Grant Thornton endurskoðun ehf.

Með persónuverndarstefnu þessari er gerð grein fyrir með hvaða hætti Grant Thornton endurskoðun ehf. (kt. 430190-1999), Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík, fer með persónuupplýsingar sem aflað er á heimasíðu félagsins.

Grant Thornton er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga

Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga.

Við tryggjum að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðju aðilum og sérhver miðlun persónuupplýsinga á sér aðeins stað með samþykki viðkomandi eða í samræmi við heimild í gildandi persónuverndarlöggjöf. Við virðum sjálfsákvörðunarrétt þinn varðandi alla meðferð persónuupplýsinga og í persónuverndarstefnu þessari er nánar lýst hvernig þú getur haft áhrif á það hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar.

Persónuverndarstefna þessi inniheldur upplýsingar um hvernig Grant Thornton meðhöndlar persónuupplýsingar um þig, s.s. um söfnun, varðveislu og öryggi þeirra sem safnað er á heimasíðu félagsins. Sérstök persónuverndarstefna er í gildi gagnvart viðskiptavinum okkar.

A. Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Persónuupplýsingar geta verið nafn, símanúmer, ip-tölur eða upplýsingar um einstakling eða fyrirtæki

B. Hvernig safnar Grant Thornton persónuupplýsingum?

Við söfnum persónuupplýsingum sem þú lætur okkur í té, m.a. í eftirfarandi tilvikum:

· þegar þú samþykkir að fá fréttir, tilboð og annað kynningarefni.

· Þegar þú hefur samband við okkur.

· Þegar þú óskar eftir þjónustu af okkar hálfu (sjá nánar undir "Hafa samband").

Upplýsingar eru ekki skráðar sjálfkrafa, s.s. þegar þú heimsækir heimasíðu okkar, (ip-tala eða auðkenni tölvunnar ásamt upplýsingum um tölvukerfið sem notað er.

C. Hvernig notar Grant Thornton persónuupplýsingar?

Grant Thornton notar persónuupplýsingar þínar alla jafna í þeim tilgangi að veita þér fyrsta flokks þjónustu, s.s. til að upplýsa þig um viðskipti sem við teljum að þú hafir áhuga á og í tengslum við viðskiptareikning þinn hjá fyrirtækinu, til að mynda þegar við dreifum eigin kynningarefni eða könnunum. Persónuupplýsingar kunna að vera notaðar í eftirfarandi tilgangi:

· Til að upplýsa þig um öryggisatriði.

· Í tengslum við tilkynningar (með tölvupósti eða sms skilaboðum) í tengslum við viðskipti þín, s.s. staðfesting viðskipta eða upplýsingar um afhendingu gagna.

D. Miðlun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingum kann að vera miðlað til þriðju aðila í tengslum við viðskipti eða umsókn um starf á heimasíðu okkar. Samstarfsaðilum eru hins vegar aðeins veittar þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast í tengslum við viðskipti eða þjónustu sem þú hefur óskað eftir. Slíkum aðilum er skylt að tryggja að trúnaður sé haldinn um slíkar upplýsingar og að þær séu aðeins nýttar í þessum tilgangi og ekki í öðrum ósamrýmanlegum tilgangi.

Í öðrum tilvikum en að framan greinir kann Grant Thornton að nota persónuupplýsingar í samræmi við tilgang með söfnun þeirra, s.s. þegar slíkt reynist nauðsynlegt til að gæta hagsmuna þinna, til að uppfylla ákvæði laga eða fyrirmæli yfirvalda, til að grípa til varna vegna krafna sem settar hafa verið fram og til að gæta hagsmuna, verja eigur eða önnur réttindi Grant Thornton , viðskiptavina okkar, meðlima, starfsmanna eða ef almannahagur krefst þess.

G. Öryggi persónuupplýsinga

Sem ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga mun Grant Thornton tryggja öryggi þeirra með viðeigandi öryggisráðstöfunum, s.s. með ytra öryggi (Eldvegg) auk skipulagslegra og tæknilegra öryggisráðstafana. Öryggisráðstöfunum er ætlað að verja persónuupplýsingarnar gegn því að þær glatist, séu misnotaðar, þeim breytt og gegn allri ólöglegri vinnslu.

H. Þinn réttur; uppfærsla skráningarupplýsinga

Við veitum þér ákveðinn rétt til að ákveða hvernig við förum með persónuupplýsingar þínar. Þú getur upplýst okkur um þá ákvörðun þína með ýmsum hætti. Ákvörðun þín um að vilja ekki að persónuupplýsingar þínar séu notaðar munu ekki hafa áhrif á hagsmuni.

Við sendum einstaka sinnum út markpóst um þjónustu sem við veitum. Ef þú vilt ekki fá slíkan póst, þá er þér frjálst að afneita honum og láta okkur vita með sannarlegum hætti t.d. með tölvupósti og við munum taka póstfang þitt út úr tengiliða skránni sem tengist markpóstinum og að sama skapi ekki miðla persónuupplýsingum þínum á nokkurn hátt.

Ef þú ert með fleiri en eitt netfang skráð hjá okkur, vekjum við athygli á því að þú þarft að samþykkja eða eftir atvikum afþakka slíkan markpóst fyrir hvort/hvert þeirra. Ef þú hefur kosið að fá markpóst frá einhverjum af samstarfsaðilum okkar, verður þú að breyta persónuverndarstillingum gagnvart þeim samstarfsaðilum sérstaklega.

J. Vefkökur (e. Cookies) og heimasíða Grant Thornton

1. Vefkökur; Tenglar og notkun snjalltækja til að tengjast Grant Thornton

Vefkökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á tölvunni þinni. Slíkar skrár gefa kost á að fylgjast með hvernig þú notar Internetið. Við notum ekki Vefkökur í kerfinu okkar og söfnum því engum upplýsingum um heimsóknir inn á vefsvæðið okkar.

1. Tenglar á aðrar vefsíður

Á heimasíðu okkar kunna að vera tenglar á heimasíður þriðja aðila sem við höfum heimilað í því skyni að veita upplýsingar, til að kynna þjónustu. Ef tengillinn sjálfur gefur ekki skýrt til kynna að þú sért að fara inn á heimasíðu þriðja aðila munum við kappkosta að upplýsa þig um slíkt og að viðkomandi kunni að hafa aðra stefnu en Grant Thornton varðandi meðferð persónuupplýsinga. Almennt má ætla að unnið sé með allar persónuupplýsingar sem þú veitir á tengdum heimasíðum af þeim þriðja aðila og að sú vinnsla fari eftir þeirri stefnu sem viðkomandi aðili hefur sett um meðferð persónuupplýsinga. Grant Thornton ber þannig ekki ábyrgð á neinu því efni, öryggisráðstöfunum og persónuverndarstefnu sem finna má á heimasíðum þriðja aðila sem þú tengist í gegnum heimasíðu Grant Thornton . Við ráðleggjum þér að kynna þér þá stefnu sem þessir aðilar hafa sett sér um öryggi og meðferð persónuupplýsinga áður en þú veitir þeim persónuupplýsingar.

1. Notkun snjalltækja til að tengjast Grant Thornton

Við óskum ávallt eftir samþykki þínu áður en upplýsingum um staðsetningu snjalltækja er aflað eða miðlað. Almennt samþykki gagnvart farsímaþjónustu um að heimila eða heimila ekki notkun staðsetningarupplýsinga gildir ekki sjálfkrafa gagnvart Grant Thornton .

K. Notkun barna á vef Grant Thornton (www.grantthornton.is)

Við hvetjum foreldra til að fylgjast með því hvernig börn þeirra nota Netið. Grant Thornton safnar ekki upplýsingum frá ólögráða einstaklingum.

L. Spurningar og aðstoð

Ef þú hefur spurningar vegna þessarar persónuverndarstefnu eða þarfnast annarrar aðstoðar hafðu samband í síma 5207000 eða á netfanginu gdpr@grantthornton.is.

M. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er en við munum upplýsa þig um slíkar breytingar með því að vísa til dagsetningar breytinganna efst á síðunni. Við hvetjum þig til að fara ítarlega yfir persónuverndarstefnu okkar þannig að þér sé ljóst hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar. Verði gerðar efnislegar breytingar á persónuverndarstefnu þessari sem breyta því hvernig við notum persónuupplýsingar, munum við upplýsa um slíkar breytingar með góðum fyrirvara áður en þær taka gildi.