Davíð Arnar Einarsson
Löggiltur endurskoðandi / eigandi
Davíð Arnar Einarsson
Innsýn

Endurskoðun

Markmið endurskoðunar er að staðfesta áreiðanleika fjárhagslegra upplýsinga með því að veita óháð sérfræðiálit á þeim. Aðild að alþjóðasamtökum Grant Thornton International tryggir viðskiptavinum þjónustu sem uppfyllir strangar gæðakröfur, en Grant Thornton endurskoðun ehf. hefur verið aðili að alþjóðasamtökum Grant Thornton frá árinu 2003. Á vegum Grant Thornton International hefur verið þróuð aðferðafræði og hugbúnaður með það markmið að tryggja aukna skilvirkni við endurskoðun, og að unnið sé í samræmi við þá endurskoðunarstaðla sem við eiga hverju sinni. Með því að fylgja ströngustu fagkröfum á hverjum tíma þá stuðlum við að því að endurskoðunaráritun frá Grant Thornton verði gæðastimpill sem þjónar hagsmunum viðskiptavina okkar, hvort sem er innanlands eða erlendis. Auk þess að nýta okkur jafnan bestu fáanlegu tækni til að auðvelda okkur endurskoðunina þá leggjum við mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar hafi jafnan fastan tengilið sem þeir geta ávallt leitað til.