Stefna
Þjónusta í hæsta gæðaflokki
Grant Thornton er framsækið og leiðandi endurskoðunarfyrirtæki sem stefnir ávallt fram á við.
Við leggjum áherslu á framsækni og að veita faglega og persónulega þjónustu á sviði fjármála og viðskipta. Það er keppikefli okkar að aðstoða viðskiptavini við að ná markmiðum sínum þannig að þeir hafi ávinning af þjónustunni.
Til að tryggja þjónustu í hæsta gæðaflokki er lögð rík áhersla á að starfsfólk uppfylli ströngustu kröfur um hæfni og þekkingu. Sífelld endurmenntun, innanlands sem utan, er hér lykilatriði.