Símenntunarstefna

Símenntunarstefna

Ströngustu kröfur um hæfni og þekkingu

Hjá Grant Thornton er símenntunarstefna sem stuðlar að faglegri framþróun starfsmanna, til að tryggja framgang þessarar stefnu starfa eftirfarandi nefndir á vegum starfsmanna:

Menntunarnefnd

 • Fylgist með menntun og endurmenntun starfsmanna.
 • Hefur yfirumsjón með námskeiðahaldi innan sem utan fyrirtækis.
 • Greinir þarfir, skráir þátttöku einstakra starfsmanna og metur árangur.
 • Hefur yfirumsjón með starfi annarra nefnda á meðal starfsmanna

Í byrjun hvers árs skal menntunarnefnd gera áætlun um endurmenntun starfsmanna á því ári og kynna hana fyrir starfsfólki.

Fagnefndir

 • Endurskoðunarnefnd, sem hefur það hlutverk að fylgjast með þróun á sviði endurskoðunar og kynna fyrir starfsmönnum það sem áhugaverðast er á hverjum tíma.
 • Reikningsskilanefnd, sem hefur það hlutverk að fylgjast með þróun á sviði reikningshalds og kynna fyrir starfsmönnum.
 • Skattanefnd, sem hefur það hlutverk að fylgjast með meiriháttar breytingum á skattalöggjöf og reglugerðum og kynna fyrir starfsmönnum.
 • Gæðanefnd, sem hefur það hlutverk að vinna að virkri gæðastjórnunarstefnu innan fyrirtækisins og kynna fyrir starfsmönnum mikilvæga þætti hennar.

Aðrar nefndir

 • Kynningarnefnd.
 • Upplýsinga- og tækninefnd.
 • Öryggis- og skjalavörslunefnd.
 • Þjónustunefnd.
 • Umhverfisnefnd.© 2018 Grant Thornton International Ltd – All rights reserved

Grant Thornton International is a non-practicing, international umbrella entity organised as a private company limited by guarantee incorporated in England and Wales. References to "Grant Thornton" are to the brand under which the Grant Thornton member firms operate and refer to one or more member firms, as the context requires. Grant Thornton International and the member firms are not a worldwide partnership. Services are delivered independently by the member firms, which are not responsible for the services or activities of one another. Grant Thornton International does not provide services to clients.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica