Alþjóðlegt samstarf

Alþjóðlegt samstarf

Alþjóðlegt samstarf auðveldar aðgengi að erlendum mörkuðum

Grant Thornton er aðili að Grant Thornton International (GTI) en það eru alþjóðleg samtök endurskoðunarfyrirtækja í 120 þjóðlöndum.

Hjá þessum fyrirtækjum starfa nú um 38.500 starfsmenn á 6800 endurskoðunarstofum víðs vegar um heiminn.

Aðild að GTI auðveldar okkur að liðsinna þeim viðskiptavinum sem hyggjast fjárfesta eða stofna til viðskipta erlendis.

Samstarfið gefur okkur einnig hlutdeild í viðamiklu þróunarstarfi GTI á sviði reikningshalds og endurskoðunar og veitir okkur ávallt beinan aðgang að nýjustu tækni sem varðar starfssvið okkar.

Menntun erlendis

Öflugt fræðslu- og endurmenntunarstarf á vegum GTI opnar starfsfólki okkar leið til að sækja sér mikilvæga þekkingu til útlanda á mörgum sérsviðum.

Aðild að GTI styrkir því tvímælalaust þá viðleitni okkar að veita viðskiptavinum okkar jafnan eins góða þjónustu og mögulegt er.
© 2018 Grant Thornton International Ltd – All rights reserved

Grant Thornton International is a non-practicing, international umbrella entity organised as a private company limited by guarantee incorporated in England and Wales. References to "Grant Thornton" are to the brand under which the Grant Thornton member firms operate and refer to one or more member firms, as the context requires. Grant Thornton International and the member firms are not a worldwide partnership. Services are delivered independently by the member firms, which are not responsible for the services or activities of one another. Grant Thornton International does not provide services to clients.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica